HEK TPM 1600S

Sterkar vörulyftur

HEK TPM 1600S

Hvort sem það eru vörulyftur til flutnings á vörubrettum, stórum römmum, stillönsum, smærri vinnuvélum, eldhúsum og öðru efni sem notast á inni eða utan á byggingu, þá hentar HEK TPM turnlyftur einstaklega vel.

Skilvirkni og burðarþol

Þessir vinnupallar bjóða upp á fleiri möguleika og eru mjög skilvirkur kostur í samanburði við venjulegar vörulyftur. Hægt er að velja á milli tveggja hraðastillinga hvort sem farið er upp eða niður. Burðargetan er frá 1.300 kg upp í 4.000 kg. og hægt er að fá þær í 6 mismunandi útfærslum sem sett eru saman úr sömu  meginhlutunum, s.s. turn, mótor og gólf.

Hver lyfta getur gegnt tvöföldu hlutverki, þ.e. annaðhvort sem vinnupallur eða vörulyfta.

Öryggi

Öryggi er lykilatriði í öllum Alimak Hek vélum.  TPM turnlyftan fylgir nýjustu öryggisstöðlum og er með innbyggða vörn gegn ofþyngd og fallbremsu sem tryggir öryggi þess sem stýrir lyftunni og lengir jafnframt líftíma lyftunnar sjálfrar.

Tæknilegar upplýsingar

Min/max lengd á palli 1.6 m
Min/max breidd á palli 1.6 m
Max þyngd farms 1,600 kg
Max fjöldi af mannskap (TP/MH mode) 5/0
Hraði (TP/MH mode) 12/24 m/mín
Max hæð 200 m