Opnar vörulyftur

Vinnupallalyftur

Víraspil

Tirfor víraspil

Lokaðar mann- og vörulyftur

Iðnaðarlyftur

Víralyftur

Hitablásarar

Hitablásari Thermox K110 Hoist Vinnulyftur

Thermox K110 TB

Hitablásari Thermox K55 Hoist Vinnulyftur

Thermox K55 TB

Sendu okkur fyrirspurn

Please enable JavaScript in your browser to complete this form.
Forsíða

Hoist Vinnulyftur

Við erum sérhæfð í sölu og uppsetningu á turnlyftum og tengdum búnaði. Við höfum komið nálægt mörgum af stærstu byggingaframkvæmdum á Íslandi síðan árið 2010. Við erum umboðsaðilar fyrir GEDA, Alimak, Scanclimber, Tractel og Thermox. Við seljum og sinnum viðhaldi á vinnupallalyftum, vörulyftum,  mannlyftum, iðnaðarlyftum, víralyftum, víraspilum, hífingarbúnaði og hitablásurum. Krafan um bætt aðgengi og öryggi á vinnustöðum hefur aukist til muna á síðustu árum, þar komum við sterk inn með vörur frá mörgum af þekktustu fyrirtækjum heims í framleiðslu á turnlyftum og hífingarbúnaði. 

Fyrir klæðningar á húsum og viðhaldsvinnu

Vinnupallalyftur eru frábærar til notkunar við klæðningu og frágang á byggingum. Þær geta verið allt frá 2,2m upp í 46m á breidd. Burðargetan fer líka frá því að vera 750kg upp í 10 tonn allt eftir því hvernig verk er verið að vinna og hversu þungt efni þarf að hafa í lyftunni. Aukin burðargeta gefur kost á því að lesta lyftuna með öllu því efni sem þarf að vinna með allan daginn, það eykur afköst með því að spara óþarfa ferðir upp og niður með efni. Sanclimber bíður upp á breytt úrval af aukahlutum fyrir vinnulallayftur sem gera þér kleift að ná á staði sem áður var ómögulegt með venjulegri vinnupallalyftu.

Fyrir vinnupalla

Við erum með breiða línu sem hentar fyrir vinnupalla. Í Evrópu sjást varla vinnupallar sem ekki eru með létta vörulyftu eða víraspil frá GEDA. Víraspilin frá GEDA eru mjög sterk og endingargóð, mörg dæmi eru um 20 ára gömul víraspil frá GEDA sem enn eru notuð daglega. Léttar vörulyftur fyrir vinnupalla eru frábær hjálp þar sem þær flytja efnið upp og niður fyrir þig til þess að þú getir nýtt tímann þinn betur. Einnig erum við með ruslarennur sem eru mjög slitsterkar og eifaldar að setja upp. 

Fyrir stóriðnað og vöruhús

Iðnaðarlyftur á turni er notaðar bæði innandyra og utan þar sem ferja þarf mannskap og efni. Iðnaðarlyftunar eru gerðar til að vera uppi til frambúðar og fylgja öllum Evrópustöðlum. ALIMAK er einn virtasti framleiðandi í heimi á iðnaðarlyftum sem ganga á turni og eru í dag mörg þúsund lyftur í notkun við fjölbreyttar aðstæður svo sem olíuborpöllum, álverum, mjöltönkum, gámakrönum o.s.frv. Einnig hafa opnar iðnaðarlyftur frá GEDA verið settar upp bæði utan- og innandyra. Þær hafa mikið verið notaðar í vöruhúsum þar sem flytja þar efni upp hæðir. Opnar iðnaðarlyftur fyrir vöruhús er frábær leið til að flyta efni milli hæða á lagernum eða koma upp á loft.

Vörulyftur fyrir byggingarsvæði

Vörulyftur og mannlyftur á byggingarsvæðum eru nánast staðalbúnaður um alla Evrópu í húsum sem hafa 2 eða fleiri hæðir. Við erum með vörulyftur sem bera allt frá 200 kg upp í 3.700 kg eftir því hver þörfin er og hversu mikið efni þar að flytja. Í vörulyftunum er nánast hægt að flytja allt efni sem þarf að fara inn og út úr byggingunni, allt frá gipsi til eldhús- og baðinnréttinga. Fyrir hærri byggingar þar sem starfsmannafjöldi er mikill er lokar mann- og vörulyftur mjög hentugar. Þær keyra mun hraðar en opnar vörulyftur og taka frá 7-36 manns eftir stærð.

Áræðanlegir hitablásarar sem endast

Thermox hitablásararnir eru mjög öflugir og vandaðir blásarar. Thermox K110 er söluhæsti hitablásari Svíðþóðar, hann er einfaldur í viðhaldi og endingin er gríðarlega góð. Thermox er með 4 ára ábyrgð á varmaskipti og brunahólfi. Thermox kemur í tveimur útgáfum; K55 með allt að 55 kW blæstri og K100 sem er með allt að 110 kw blæstri. Hægt er að tengja bæði 400mm og 152mm barka við blásaran til að staðsetja hann fyrir utan rýmið sem á að hita upp, þá er einnig hægt að tengja auka hitanema með 10m kapli við blásarann.