Alimak Hek og Manitowoc hanna lyftu fyrir byggingakrana

By July 3, 2015 September 26th, 2016 Alimak, Byggingakranar, Nýjar vörur, Turnlyftur, vinnulyftur

Alimak Hek hefur hafið samstarf við Manitowoc um framleiðslu á lyftum sem eru sérhannaðar fyrir byggingakrana.

Samstarfið felur í sér að fyrirtækin sameinast um hönnun og sölu á lyftum fyrir byggingakrana. Alimak Hek mun útvega sínar standard kranalyftur, aðlagaðar til notkunar utan á Manitowoc krönum, sem bæði fyrirtæki sjá um sölu og dreifingu á. Auk þess mun Alimak Hek sinna sérhönnun á kranalyftum sem staðsettar verða inni í turni krana sem verða aðeins í boði hjá Manitowoc.

Þessar nýju kranalyftur munu mæta ströngustu kröfum um vinnuöryggi í Evrópu, þ.m.t. nýrri reglugerð í Frakklandi sem gerir kröfu um að allir kranar í 60 m hæð þurfi lyftu. Frá og með 2017 mun sú hæð lækka niður í 30 m og viðbúið er að önnur ríki Evrópu fylgi í kjölfarið.

Call Now Button