Alimak scando 45/30 mannlyfta
Ný kynslóð af byggingalyftum á samkeppnishæfu verði.
Nýja ALIMAK SCANDO 45/30 lyftan er áreiðanleg og skilvirk byggingalyfta sem býður upp á einfalt stýrikerfi, auðveldar uppsetningar og samkeppnishæft verð. Alimak Scando 45/30 er hönnuð af Alimak Hek í Svíþjóð sem eru þekktir fyrir gæði og öryggi í hönnun og framleiðslu á byggingalyftum.
ALIMAK SCANDO 45/30 býður upp á aukna burðargetu, auðvelda stjórnun og orkusparnað, en jafnframt öryggið og notagildið sem Alimak Hek lyftur eru þekktar fyrir. Ný hönnun úr sterkum gæðaefnum tryggir lága orkuþörf, bætta skilvirkni í notkun og minni slit sem allt dregur úr kostnaði eigenda.
ALIMAK SCANDO 45/30 er hönnuð fyrir bæði mann- og vöruflutninga og er fáanleg í bæði sem stakur vagn eða tvöfaldur á einum turni. Hægt að er fá hana í mismunandi útfærslum með burðargetu upp að 2,000 á vagn og stærð vagnsins getur verið allt að 1,4 x 3,0 m að stærð. Bæði er hægt að fá lyftuna útbúna með DOL (Direct-on-line) eða FC (frequency control) drifi. Nútímalegt örgjörvastýrikerfi með lendingarstýringu auðveldar alla stjórnun og notkun á lyftunni.
Samhæfi
ALIMAK SCANDO 45/30 getur notað staðlaðan aukabúnað sem fylgir SCANDO 450 kerfinu, sem eykur notkunarmöguleika á hagkvæman hátt. Aukahluti s.s. turna, festingar og lendingarbúnað er hægt að útbúa og/eða flytja með lyftunni svo hún henti sem flestum verkefnum sem þarfnast flutninga á hæðir, hvort sem um er að ræða lægri eða hærri byggingar.
Öryggi
ALIMAK SCANDO 65/32 er með Alimak fallbremsu, ofþyngdarskynjara og vél- og rafrænt hurðakerfi sem tryggir öryggi. Lyftan er í gegnum mjög strangar öryggis- og gæðaprófanir áður en hún er sett í sölu.
Öryggi er lykilatriði í öllum Alimak Hek vörum og ALIMAK SCANDO 65/32 er þar engin undantekning. Fallbremsan er þar allra mikilvægasti hlutinn. Allar fallbremsur eru framleiddar og prófaðar af Alimak Hek í sérútbúnum turni áður en þær fara í sölu.
Tæknilegar upplýsingar
Þyngd farms | 2,000 kg |
Hraði | 0-42 m/mín |
Max. hæð | 200 m |
Breidd á vagni (innanmál) | 1,4 m |
Lengd á vagni (innanmál) | 3.0 m |
Mótor stýring | DOL/FC |
Lengd á masturseiningu | 1.508 m |
Þyngd á masturseiningu með einum rekka | 68 kg |