Alimak Scando

Styrkur, hraði og öryggi

product-guide-alimak-hoist

Alimak scando 650 mannlyfta

Alimak Scando 650 eru vinsælustu  mann- og vörulyftur í heimi og besti kosturinn fyrir skilvirkan byggingariðnað. Hún býður upp á sveigjanleika, skilvirkni, öryggi, lága orkuþörf og minni viðhalds- og viðgerða kostnað. Hún er því frábær kostur fyrir verktaka eða leigufyrirtæki.

Snjallstýring

Alimak Scando 650 turnlyfta er útbúin ALC-II örgjörva-stýrikerfi. Það býður upp á hópstjórnun fyrir allt að sex turnlyftur, sem getur einfaldað mjög flækjur sem skapast á stórum byggingasvæðum. T.d. getur kerfið sparað tíma með því að móttaka allar beiðnir á hæðum og velja þá turnlyftu sem er nálægust til að sækja farþega eða vörur.

ALC-II er einnig útbúið villuleit og er auk þess grunnurinn að A3, sem er fjarstýrt eftirlitskerfi sem tengist netinu. Kerfið safnar saman og sýnir fjölbreytt magn af upplýsingum um notkun og virkni, til að draga úr vinnutapi.

 Meiri burðargeta, minni orkuþörf

Hægt er að fá Alimak Scando 650 turnlyftu með tíðnistjórnun (FC), Sem gerir það að verkum að lyftan fer rólega af stað og lendir mjúklega. Fyrir vikið er minna um slit. Alimak Scando 650 getur unnið á allt að 65 m/mín og býður upp á meiri burðargetu þrátt fyrir allt að 40% minni orkuþörf en eldri útgáfur.

Sveigjanlegt og fjölnota

Bæði er hægt að nota Alimak Scando 650 turnlyftu sem stakan vagn eða tvöfaldan á sama turni. Hönnun vagnanna er sannarlega fjölnota og hægt er að fá nokkrar lengdir á vagni, allt frá 3,2-3,9 m og 3,9-4,6 m og ýmsa valmöguleika hvað varðar hurðir og útgöngupalla. 650 fjölnota kerfið getur lagað sig að ólíkum aðstæðum með tiltölulega fáum aukahlutum. Alimak Scando 650 vinnulyftur geta borið 1,500 kg til 3,200 kg per vagn og hefur staðlaða lyftihæð í 250 m, sem er þó hækkanleg sé þess óskað.

Engar aðstæður of erfiðar

Þegar velja skal turnlyftu er gott að hafa í huga að með Alimak turnlyftum fylgir áralöng reynsla af mjög misjöfnum aðstæðum og kröfum víðsvegar um heiminn. Engar aðstæður eru of erfiðar og engin vandamál of flókin þegar kemur að Alimak hek vinnulyftum. Þegar svo við bætist langur líftími, mikil gæði og lítill viðhaldskostnaður, þá er auðvelt að velja Alimak turnlyftu.

Tæknilegar upplýsingar

Þyngd farms 1,500 – 3,200 kg
Hraði 38-65 m/mín
Max. hæð 250/400 m*
Breidd á vagni (innanmál) 1,5 m
Lengd á vagni (innanmál) 3.2-3.9 og 3.9 – 4.6 m
Mótor stýring DOL/FC
Lengd á masturseiningu 1.508 m
Þyngd á masturseiningu með einum rekka 118 kg

*Hægt er að fá aukna hæð umfram 250 m sé þess óskað.