Alimak iðnaðarlyftur

Öryggi og áreiðanleiki fyrir langtímanotkun

Alimak SE-EX sprengjuheldar iðnaðarlyftur

Sprengiheld mannlyfta og vörulyfta fyrir sérlega hættulegar aðstæður

Alimak SE-Ex er sprengiheld lyfta sem er sérhönnuð fyrir þungaflutninga við hættulegar aðstæður. Alimak SE-Ex setur nýjan standard fyrir örugga og skilvirka flutninga á fólki og vörum/efni við t.d. olíuborpalla, olíuskipastöðvar, efnaverksmiðjur og aðrar svipaðar aðstæður.

Ný hönnun, auknir möguleikar

Aukin skilvirkni, framlegð og öryggi eru aðeins þrír af kostunum sem nýja sprengihelda Alimak SE-Ex línan af iðnaðarlyftum fyrir fólks- og vöruflutninga býður upp á. Alimak SE iðnaðarlyftur bjóða upp á aukna skilvirkni að hluta til vegna einstakrar fjölnota hönnunar vagnanna, sem veita möguleika á 30 mismunandi vagnastærðum innan kerfisins. Allar iðnaðarlyfturnar eru byggðar á úrvali af sjálflæsandi Alimak veggplötum úr áli. Þannig er hægt að breyta veggjum og þaki hverrar lyftu eftir þörfum.

Fjarstýrt eftirlitskerfi

Alimak ALC-II stjórnkerfið tryggir bæði skilvirkni og auðvelda notkun. Auk þess er hægt að bæta við A3 fjarstýrðu eftirlitskerfi í lyftuna. Þannig er hægt að fylgjast með lyftunni úr fjarlægð og rekja allar villur eða bilanir. Þessi viðbót við staðlaða stýrikerfið flýtir fyrir villuleit og dregið úr vinnutapi.

Tæknilegar uppsetningar

Þyngd farms FC 1,200-2,500 kg
Þyngd farms DOL 450-1,200 kg
Hraði FC 0.5-0.7 m/s
Hraði DOL 0.4-0.6 m/s
Max hæð 80 m *
Mótor stýring FC / DOL
Masturstegundir FE / A50
Lengd á masturseiningu 1.508 m

*hægt er að fá aukna hæð umfram 80 m sé þess óskað

product-guide-alimak-hoist