Fyrsta HEK MC 450 lyftan komin í vinnu

By May 31, 2016 September 27th, 2016 HEK, Leiga, Turnlyftur, Uppsetning, vinnulyftur

Nýlega fengum við fyrstu HEK MC 450 turnlyftuna til Íslands, en þetta er fyrsta MC 450 lyftan sem afhent er í Evrópu. Aðeins örfáum dögum eftir að hún kom til landsins vorum við búnir að setja hana upp við Urðarhvarf í Kópavogi, þar sem hún er notuð við steinun og frágang á ytra byrði nýbyggingar.

Eins og lyftan er sett upp í dag, þá ber hún 3450 kg af efni auk fjögurra starfsmanna. Það gerði múrurunum kleift að taka 3 tonn af efni með sér upp við steinunina, sem sparar mikinn tíma við flutning á efni og bindur ekki önnur tæki, s.s. krana, við vinnu við efnisflutninga. Lyftan er sett upp í 27 m hæð og er 20,4 m á breidd. Seinna í þessu sama verki verður þessi lyfta tekin í sundur og notuð sem tvær „single“ einingar sem geta þá unnið á sitthvorum veggnum á sama tíma.

Hér má sjá stutt video úr uppsetningunni og niðurtekt

Call Now Button