Fyrsta HEK TPL 500 komin upp

By June 21, 2016 September 27th, 2016 HEK, Leiga, Turnlyftur, Uppsetning, vinnulyftur

Fyrsta HEK TPL 500 turnlyftan er komin upp við Ármúla 3 (VÍS húsið). Lyftan verður notuð til mann- og efnisflutninga við verkið sem snýr að ytra byrði hússins. Verið er að skipta um alla ramma og glugga í húsinu og því þurfti skilvirka og hagkvæma leið til að flytja bæði mannskap og efni upp í vinnupalla . HEK TPL 500 hentar afar vel við þessar aðstæður þar sem hún tekur ekki mikið pláss og er auðveld í notkun. Hlið og stjórnbox eru á hverri hæð. Hún gengur á 12m á mín með mannskap en 24m á mín með efni.

Call Now Button