GEDA ruslarennur

GEDA ruslarennur standard og comfort

Með Standard og Comfort ruslarennunum býður GEDA upp á allsherjar ruslarennulausn fyrir allar aðstæður án nokkurra takmarkana.

GEDA Comfort ruslarennurnar hafa gríðarlega langan líftíma í samanburði við venjulegar ruslarennur á byggingasvæðum, þökk sé 6mm veggjum og 3mm riffluðu slitlagi. Hágæða vara úr gríðarlega höggþolnu plasti.

Annar góður, en ódýrari, möguleiki er GEDA Standard ruslarennan. Hún er framleidd úr hágæða plasti (4mm veggir).

Báðar tegundir eru útbúnar með tvöföldum krók. Fyrir vikið er auðvelt að koma þeim fyrir á öruggan hátt, hvort sem er á veggi, vinnupalla og hallandi eða slétt þök. Fjölbreyttar festingar tryggja stuttan uppsetningartíma og auka þannig skilvirkni. Auk þess eru aukahlutir fáanlegir sem bjóða upp á möguleikann á rykfrírri vinnu og/eða vinnu samtímis á mismunandi hæðum.

Bæklingur

Tæknilegar upplýsingar

Tegund GEDA RUBBISH CHUTE STANDARD GEDA RUBBISH CHUTE COMFORT
Lengd 1.2 m 1.1 m
Þykkt veggja 4 mm 6 mm + 3 mm rifflað slitlag
Þyngd 10 kg 12 kg

geda-logo