GEDA Víraspil

GEDA STAR 200 standard og comfort

GEDA Víralyftur fyrir efnisflutninga á byggingarsvæði.

Hægt er að setja upp víralyftuarminn hvar sem er á byggingunni, t.d. á stillansa, glugga, milli hæða eða á þakið. Þessar lyftur eru auðveldar og fljótlegar í notkun við hvaða aðstæður sem er.

Hámarks vinnuhæð er 50 m. fjölbreyttar og sniðugar lausnir á festingum og flutningseiningum gera það að verkum að lyftan getur nýst þér við allar aðstæður.

Þar sem hægt er að losa rafmagnsspilið frá arminum þarf aðeins einn mann til að setja upp lyftuna.

Sparið ykkur mikinn tíma og vinnuafl með notkun á GEDA Víralyftum.

Bæklingur

Tæknilegar upplýsingar

Tegund GEDA STAR 200 STANDARD GEDA STAR 250 COMFORT
Farmur Efni Efni
Burðargeta 200 kg 250 kg
Hámarkshæð 50 m 50 m
Lengd vírs 51 m 51 m
Vinnuhraði 22 m/min 28 m/min
Raforkunotkun 1 kW / 230 V / 50 Hz / 16 A 1 kW / 230 V / 50 Hz / 16 A

GEDA mini 60 s / 120 s / 150 s

Sérhannaðar víralyftur fyrir vinnupalla.

Tvær hraðastillingar, oflestunarvörn og takki til að slaka vírnum, auk fjölbreytts úrvals af flutningseiningum gera þessar vinnupallalyftur að hinni fullkomnu lausn til að flytja vinnupallaeiningar og byggingarefni.

Ekki þarf að flytja vélbúnaðinn sjálfan upp á hæð við uppsetningu. Hann er einfaldlega festur við vinnupallinn niðri. Armurinn er svo settur upp í ákjósanlega hæð á vinnupalli.

Stærstu kostir GEDA víralyftna fyrir vinnupalla eru fljótleg uppsetning og einfaldar færslur milli staða. Hámarks vinnuhæð er 40 m en hægt er að ná allt að 76 m vinnuhæð ef vélbúnaðurinn er staðsettur ofar.

Fyrir utan vinnupalla eru þessar lyftur mest notaðar af málurum og við þakvinnu.

Bæklingur

Tæknilegar upplýsingar

Tegund GEDA MINI 60 S GEDA MAXI 120 S GEDA MAXI 150 S
Farmur Efni Efni Efni
Hámarksþyngd 60 kg 120 kg 150 kg
Hámarkshæð 76 m 76 m 76 m
Lengd vírs 81 m 81 m 81 m
Vinnuhraði 23 m/min / 69 m/min 20 m/min / 60 m/min 15 m/min / 45 m/min
Raforkunotkun 0.25 kW / 0.75 kW / 230 V / 50 Hz / 16 A 0.45 kW / 1.35 kW / 230 V / 50 Hz / 16 A 0.45 kW / 1.35 kW / 230 V / 50 Hz / 16 A

geda-logo