HEK MC 450 Vinnulyfta komin upp við Vallarkór

By August 23, 2016 September 23rd, 2016 HEK, Leiga, Turnlyftur, Uppsetning, vinnulyftur

Við vorum að klára uppsetningu á HEK MC 450 vinnupallalyftu við Vallarkór í kópavogi. SS Hús er þar að reisa 10 hæða íbúðarhús með 52 lúxus íbúðum. Vinnupallalyftan verður notuð til að klára ytra byrði og einangrun hússins. Á meðan verktíma stendur mun lyftan svo vera færð milli veggja og verður notuð sem eins masturs lyfta jafnt sem 2 mastra eftir þörf. MC 450 má setja upp í 10,2 m breidd á einu mastri og 30 m á 2 möstrum með burðargetu frá 1500 til 4500 kg. Vinnubreidd lyftunar er sett upp í 190 cm á breidd sem veitir mikið pláss fyrir efni í lyftunni og jafnframt nægt vinnupláss til að athafna sig.

Call Now Button