Nú er komin upp HEK TPL 500 Vörulyfta við Vallakór þar sem SS hús eru að reysa glæsilega nýja byggingu. Lyftan mun fara upp 11 hæðir með útgang uppá þak hússins líka. Þetta mun létta verulega á starfsmönnunum sem vinna bygginguna, sem núna þurfa ekki að labba upp alla bygginguna með verkfæri og vélar áður en hafist er handa við vinnu. Lyftan er í eigu Hoist vinnulyftur ehf og SS hús leigja.