Hoist Vinnulyftur taka við umboði fyrir GEDA á íslandi

By September 15, 2016 November 20th, 2016 GEDA, Nýjar vörur, Turnlyftur, vinnulyftur

Nú á dögunum tók Hoist vinnulyftur við umboði fyrir GEDA lyftum á Íslandi. Við munum því framvegis sjá um afgreiðslu á GEDA varahlutum, vörum og lyftum.

GEDA er með mikið af flottum vörum, hvort sem er fyrir stóra byggingaraðila eða fólk sem stendur í búslóðaflutningum. GEDA eru mjög sterkir þegar kemur að minni vöruflutningum. Við bjóðum upp á ruslarennur fyrir byggingariðnað, litlar lyftur fyrir vinnupalla, víraspil fyrir vinnupalla og léttar flutningslyftur sem henta frábærlega fyrir búslóðaflutninga eða ef það þarf að koma vörum upp á þak sem er verið að vinna eða inn um glugga þar sem aðgengi er þröngt og leiðinlegt.

Við erum afar stoltir af því að GEDA hafi viljað fara í samstarf með okkur og teljum að við getum þjónað markaðnum betur en hefur verið gert hingað til.

geda-logo PNG

Call Now Button