Hoist Vinnulyftur verða meðlimir að IPAF

By November 17, 2016 IPAF, Turnlyftur, Uppsetning, vinnulyftur

Nýlega urðum við fyrsta Íslenska fyrirtækið til að gerast IPAF meðlimir. IPAF (international powered access federation) var stofnað 1983 og hefur að leiðarljósi öryggi fyrir notendur og þjálfun starfsmanna sem nota búnað sem gerður er til að lyfta fólki.
Þetta ferli hefur tekið okkur meira en 3 mánuði og þurftum við stuðning tveggja annara IPAF meðlima til að fá inngöngu.
Við erum afar stoltir af því að vera orðnir meðlimir og teljum að þetta muni hafa mikla þýðingu í framtíðinni þegar kemur að öryggi á vélunum sem við setjum upp, seljum og þjónustum. Einnig mun þetta þýða mun meira öryggi fyrir þá starfsmenn sem nota vélar sem við komum nálægt þar sem við þurfum að vinna eftir bæði EN og BS staðli sem er mun strangari en sá staðall sem unnið er eftir á Íslandi í dag.

http://www.ipaf.org/en/membership-directory/find-a-member/?action=search&company&category&country=Iceland&region2&region&zipcode

hoist-vinnulyftur-ipaf-member-medlimir-ad-ipaf

Call Now Button