Hek MC 450

Fullkomin lausn fyrir vinnu við ytra byrði bygginga

HEK MC 450 vinnupallalyftur

Fjölhæft vinnuumhverfi

HEK MC 450 vinnupallalyftur eru næsta kynslóð af sterkum hágæða vinnupallalyftum frá Alimak Hek. Þessi nýja lyfta frá Alimak Hek er besti kosturinn á markaðnum fyrir létt- og meðalstærðir af vinnupallalyftum.

Vinnuvistfræðilegur kostur

Hek vinnupallalyfturnar geta flutt margskonar gerðir af efnum og staðsett þau nákvæmlega. Þung verkfæri og efni eru þannig ávallt innan seilingar. Einn af kostum þess að notast við Hek vinnupallalyftur er að, öfugt við stillansa, þá eru ekki súlur og pallar sem hylja ytra byrði byggingarinnar. Þannig næst aukinn sýnileiki sem auðveldar alla vinnu og skipulag.
Með öðrum orðum, þá búa Hek vinnupallalyfturnar til þægilegt vinnuumhverfi ásamt því að auka framleiðni á sama tíma – sem aftur eykur sparnað.

Öryggi í háloftunum

Við störfum alltaf samkvæmt ítrustu kröfum um öryggi og gæði. Allur búnaður lyftunnar fer í gegnum strangar prófanir áður en þær eru settar á markað og starfsmenn okkar eru með réttindi til að sinna uppsetningu og viðhaldi á lyftunum.
Margir hlutar lyftunnar eru framleiddir úr hágæða galvaniseruðu efni sem fylgir að sjálfssögðu nýjustu öryggisstöðlum.

Hagkvæmni

Hek vinnupallalyfturnar eru gerðar fyrir bæði mann-og efnisflutninga.
Lengd og breidd vinnupallanna er hægt að stilla eftir breytilegum þörfum hvers og eins. HEK MC 450 getur flutt að hámarki 2500 kg á einu mastri og 4500 kg á tveimur möstrum. Hámarks hæð turns er allt að 200 metrar.
Þetta gerir það að verkum að hægt er að flytja heilan dagskammt af efni í rétta vinnuhæð í einni ferð. Þannig sparast bæði tími og kostnaður.

Aðal einkenni:

  • Sterk og endingargóð hönnun
  • Einfalt og áreiðanlegt stjórnkerfi
  • Hönnun byggð á margra ára reynslu
  • Eins eða tveggja turna lyfta
  • Sveigjanleg lengd og breidd vinnupalla
  • Heitgalvaniseraðir hlutir
  • Fjölbreytilegt úrval af aukahlutum
  • Umtalsverð fjarlægða á milli festinga
  • Turninn gengur einnig fyrir Hek medium range vinnupalla- og vörulyftur og Alimak medium range vöru-og mannlyftur

Tæknilegar upplýsingar

Lengd á palli, single 4,2 m – 10,2 m
Lengd á palli, twin 8,4 m – 30,2 m
Breidd á palli 1,2 m – 2,2 m
Burðargeta efnis, single 1500 kg – 2500 kg
Burðargeta efnis, twin 2500 kg – 4500 kg
Hraði 8m/min (50Hz) 9,6 m/min (60Hz)
Hámarks hæð (fest) 200 m
Hámarks  hæð með topp festingu 30 m
Hæð yfir síðustu festingu 4,5 m
Fjarlægð milli festinga 8 m – 10 m
Tegund turns 450 (mark III)
Tegund tannhjólarekka 5