Ný kynslóð af byggingalyftum á samkeppnishæfu verði.
Alimak Hek kynnir til sögunnar ALIMAK SCANDO 45/30 mann- og vörulyftu. Í grunninn er þessi lyfta einfölduð og ódýrari útgáfa af ALIMAK SCANDO 450. Líkt og með Scando 450, þá notast Scando 45/30 við sömu turna og HEK medium range vinnupallalyftur og því hentar hún vel fyrir þá sem þurfa ákveðinn fjölda af vinnulyftum en vilja síður þurfa að geyma fleiri kílómetra af turnum af mismunandi stærðum og gerðum. Scando 45/32 hefur minni breytimöguleika en 45/32 og er ekki með jafn háþróaðan stýribúnað, en burðargetan og hraðinn er sá sami. Hún er fyrir vikið ódýrari kostur og hentugur fyrir þá sem sjá síður fram á að þurfa að gera breytingar á lyftunni milli verkefna. Sjá nánar hér.
