Ný kynslóð af byggingalyftum á samkeppnishæfu verði.
Alimak Hek kynnir til sögunnar ALIMAK SCANDO 65/32 mann- og vörulyftu. Í grunninn er þessi lyfta einfölduð og ódýrari útgáfa af ALIMAK SCANDO 650. Með þessari nýju lyftu er hægt að velja ódýrari kost, án þess að draga úr burðargetu eða hraða. Einföldunin felst einna helst í að búið er að fjarlægja breytimöguleika úr Scando 650, s.s. að stækka búrið, fá C-opnun og stýribúnaðurinn er ekki jafn háþróaður. Fyrir þá sem þurfa ekki þessa breytimöguleika, er Scando 65/32 allt sem hægt er að óska sér, á betra verði. Sjá nánar hér.
