Ný vinnupallalyfta kynnt á Bauma HEK MC 650

By April 20, 2016 September 27th, 2016 HEK, Nýjar vörur, Sýningar, vinnulyftur

Á Bauma 2016 var nýja vinnupallalyftan frá Alimak Hek kynnt, HEK MC 650. Mikil eftirspurn hefur verið í öðrum löndum eftir vinnupallalyftu sem ber meira en þær vinnupallalyftur sem eru á markaðnum í dag. HEK MC 650 keyrir á sömu turnum og Scando 650 og 65/32 svo hægt er að samnýta turnana á milli þessara lyfta. Lyftan getur verið 15m breið á einum turni og verið frístandandi upp í 20m utandyra og 30m innandyra ef hún stendur á vagni. Með 2 möstrum getur lyftan verið 50m á lengd.

Á einu mastri er max þyngd efnis sem fer í lyftuna 4500kg og á tveimur möstrum 7500kg. Þetta er umtalsvert meira en það sem við höfum verið að bjóða uppá til þessa og bylting fyrir þá sem þurfa að vinna með stóran lager við klæðningar eða þunga hluti.

hek-mc-650-vinnupallalyftur-vorulyftur-vinnulyftur

Call Now Button