Hoist Vinnulyftur ehf

Hoist Vinnulyftur ehf. sérhæfir sig í uppsetningu, sölu og þjónustu við turnlyftur. Við erum umboðsaðili Alimak Hek og Geda á Íslandi.

Fyrirtækið hóf starfsemi árið 2011 og síðan þá höfum við komið að uppsetningu, viðhaldi og frágangi á ótal turnlyftum af öllum stærðum og gerðum fyrir marga af stærstu byggingaraðilum á Íslandi. Fyrir vikið höfum við öðlast mikla reynslu og þekkingu á öllu sem viðkemur turnlyftum.

Í ársbyrjun 2015 gerðumst við umboðsaðili fyrir Alimak Hek, sem er leiðandi í framleiðslu á turnlyftum á heimsvísu. Hjá Alimak Hek í Svíþjóð fengu starfsmenn okkar þjálfun og réttindi til uppsetninga og viðhalds á turnlyftum, fyrstir Íslendinga.

Um mitt ár 2016 gerðumst við umboðsaðili fyrir þýska vinnulyftuframleiðandann Geda, en þeirra vörur hafa fyrir löngu sannað gæði sín á íslenskum markaði.

alimak-logo-med-hvitum-stofum-96
geda-logo