Við vorum að ljúka við að setja upp vörulyftu við Marshall húsið svokallaða. Lyftan er vörulyfta og fer upp 16m með inngang og hlið á 3 hæðum.
Marshall-húsið við Grandagarð í Reykjavík mun í haust fá nýtt hlutverk sem menningar- og myndlistarmiðstöð við Reykjavíkurhöfn. Ólafur Elíasson myndlistarmaður, Nýlistasafnið og listamannarekna galleríið Kling og Bang munu þá flytja inn í húsið sem verður opnað almenningi. Á jarðhæð hússins mun verða opnaður veitingastaður með áherslu á fiskrétti