Uppsetningar á vinnulyftum

Við setjum upp turnlyftur af  öllum tegundum. Hvort sem það er mannlyfta, vörulyfta eða vinnupallar. Mismunandi lyftur henta mismunandi verkum og því er nauðsynlegt að hafa reynslu og þekkingu af hinum ýmsu lyftum svo þær nýtist sem best á hverjum stað.

Mismunandi lyftur

Til eru nokkrar mismunandi gerðir af vinnulyftum, sem þjóna hver sínu hlutverki. Mannlyftur eru notaðar til að ferja mannskap, vörulyftur til að ferja vörur, verkfæri og annað tilfallandi og svo vinnupallalyftur, sem notaðar eru í stað stillansa til að sinna vinnu utan á byggingum. Við allar stærri byggingar eru vinnulyftur besta lausnin til að spara tíma og kostnað við að klára verk.

Örugg og góð Þjónusta

Okkar starfsmenn hafa mikla reynslu og þekkingu við uppsetningu á vinnulyftum. Í því felst að mæla út staðsetningu lyftunnar, koma grunninum fyrir og svo að hækka hana smám saman á leiðinni upp bygginguna. Oft er verið að vinna í mikilli hæð og því gætum við alltaf fyllsta öryggis, starfsmenn okkar eru alltaf í fallbeltum og með allan öryggisbúnað sem þarf. Við leggjum mikla áherslu á fagleg vinnubrögð og góðan frágang við uppsetningu á lyftum. Til þess að tryggja gæðin hafa starfsmenn okkar fengið þjálfun hjá Alimakhek, sem er leiðandi vinnulyftuframleiðandi á heimsvísu, og fengið skírteini sem vottar að við höfum þekkingu og reynslu til að sinna þessum verkum.

hoist-vinnulyftur-ipaf-member-medlimir-ad-ipaf