Hoist Vinnulyftur taka þátt í stórsýningunni Verk og vit 2018 í Laugardalshöll, dagana 8. – 11. mars. Við erum staðsett í bás B60, sjá nánari útskýringu á myndinni af sýningarsvæðinu.
Sýningin er haldin í fjórða sinn og yfir 100 sýnendur eru skráðir til leiks en sýningin er tileinkuð byggingariðnaði, skipulagsmálum og mannvirkjagerð.
Opnunartímar:
Fimmtudagur | 8. mars | 17:00 – 21:00 |
Föstudagur | 9. mars | 11:00 – 19:00 |
Laugardagur | 10. mars | 11:00 – 17:00 |
Sunnudagur | 11. mars | 12:00 – 17:00 |
Miðaverð:
Fagaðilamiði: 2.500 kr. (gildir alla sýningardaga)
Almennur miði 1.500 kr. (gildir einn sýningardag)
Eldri borgarar, öryrkjar, börn yngri en 12 ára og nemar fá frítt inn.
