Viðhald

Við sinnum viðhaldi á flestum turnlyftum

Viðhaldsþjónusta á turnlyftum

Vinnulyftur – Við sinnum nánast öllu viðhaldi á turnlyftum, allt frá því að smyrja, skipta um fallbremsur, sinna viðgerðum o.fl.

Reykjavíkurborg er stöðugt að stækka og hækka. Með hærri byggingum eykst þörfin á vinnulyftum. Með aukinni notkun á vinnulyftum eykst þörfin á góðu viðhaldi, þar sem lyfturnar standa úti og eru yfirleitt í mikilli notkun. Vinnulyftur eru oft notaðar í mikilli hæð og því skiptir miklu máli að allt sé í lagi og að þeim sé vel haldið við af fagmönnum sem þekkja helstu álagspunkta og slitfleti á vélunum.

Við höfum mikla reynslu af viðhaldi og þjónustu við turnlyftur, auk þess sem starfsmenn okkar eru sérþjálfaðir og með réttindi frá Alimak Hek í að setja upp, forrita og þjónusta Alimak Hek vinnulyftur. Einnig er starfandi hjá okkur vélvirki sem hefur sinnt viðhaldi og uppsetningu á vinnulyftum í u.þ.b. áratug.