

GEDA lyfta til búslóðaflutninga
Erlendis hafa helstu flutningsfyrirtækin valið að nota GEDA búslóaflutnings lyftuna af gerðunum Standard, Comfort og Perfect.
Stærsti kosturinn við þessar búslóðaflutnings lyftu er að hægt er að flytja þær í sama bíl og búslóðina. Það er hægt vegna þess að mjög auðvelt er að taka lyftuna í sundur og setja saman. Auk þess er svo hægt að nota lyftuna til að flytja húsgögn og fleiri innanstokksmuni upp á 4. eða 5. hæð í fjölbýlishúsi.
Lyftan er mjög nett svo það er nóg pláss fyrir þessa lyftu við jafnvel erfiðustu aðstæður, s.s. í bakgörðum eða öðrum plásslitlum stöðum.
Auðvelt er að taka Geda búslóðaflutnings lyftu í sundur og setja aftur saman án nokkurra verkfæra.
Hægt er að velja á milli þess að hafa fastan pall eða snúanlegan.
Ýmsir aukahlutir, s.s. stillanlegir fætur, handvirkt spil, hallandi braut, topphluti með stýringu, flutningskassar o.fl., auka notagildi lyftunnar.
Tæknilegar upplýsingar
Tegund | GEDA REMOVAL HOIST 200 “Standard” (einn hraði) | GEDA REMOVAL HOIST 250 “Comfort” (tveir hraðar) | GEDA REMOVAL HOIST 250 “Perfect” (með hægu starti) |
Farmur | Efni | Efni | Efni |
Burðargeta | 200 kg | 250 kg | 250 kg |
Hámarkshæð | 13 m | 18.3 m | 18.3 m |
Vinnuhraði | 25 m/min | 15 m/min / 30 m/min | 0 m/min / 15 m/min / 30 m/min |
Raforkunotkun | 1 kW / 230 V / 50 Hz / 16 A | 0.6 kW / 1.2 kW / 230 V / 50 Hz / 16 A | 1.5 kW / 230 V / 50 Hz / 16 A |