Tim Whiteman, CEO hjá IPAF, kíkti við hjá Hoist vinnulyftum til að meta okkur sem verðandi kennslumiðstöð fyrir IPAF á íslandi. Þetta verður mikil breyting, fyrir bæði okkur og Ísland, því í fyrsta skipti verður hægt að þjálfa uppsetningarmenn og notendur turnlyfta á Íslandi.
Við áætlum að við verðum orðin fullgild IPAF kennslumiðstöð seinni hluta september. Hjá okkur verða kennarar með réttindi til að kenna bæði notendum og uppsetningarmönnum.
