Heim » Turnlyftur » Vinnupallalyftur » SC Aukahlutir » Topp krani
Toppkrani er viðbótarvalkostur fyrir vinnupallalyfturnar frá Scanclimber. Kraninn er festur efst á mastri vinnupallalyftunnar og hægt er að snúa honum 360 gráður í kringum mastrið. Kranann er hægt að nota til að lyfta efni frá jörðu til palls og frá palli að framhlið. Kranann er hægt að nota með flestum vinnupallalyftum frá Scanclimber.
Toppkrani hentar fyrir störf þar sem lyfta þarf meðal þungum einingum. Toppkraninn tekur lítið pláss og getur sparað umtalsverðan kostnað við hefðbundinn krana. Hann passar á SC5000, SC6000, SC8000 og SC10000.
Burðargetan fer eftir lengd mastursins og hvort toppkraninn er búinn andvægi. Hann þolir 900 kg með mótvægi en án þess getur hann lyft allt að 400 kg. Auk þess er hægt að snúa efninu í heilan hring eða 360 gráður. Kraninn er 6 metra langur frá mastri vinnupallalyftunnar.
Uppsetning kranans er auðveld og fljótleg og tekur aðeins ögn lengri tíma en hefðbundin uppsetning vinnupallalyftunnar. Fyrst er masturklifrarinn reistur og síðan er toppkrani settur upp á mastrið.
Ekki er hægt að nota toppkranann á lyftur sem eru frístandandi. Það er aðeins hgæt að setja toppkrana á vinnupallalyftu chassih á hjólum og lappir settar í K stöðu. Hægt er að setja toppkranann í hvaða hæð sem er svo framarlega sem hann er settur hærra en byggingin sem verið er að reisa.
Hoist Vinnulyftur ehf © 2024 / kt. 571007-0960 / Vsk nr. 119094
Þessi vefsíða notast við vafrakökur (e. cookies) til að bæta þjónustu við viðskiptavini okkar og hámarka upplifun í netversluninni okkar. Sumar vafrakökur eru mikilvægar fyrir margvíslegar þjónustuleiðir en aðrar eru notaðar til að safna tölfræðilegum upplýsingar til að bæta vefsíðuna, svo framarlega sem það sé með þínu samþykki.